Beint á leiðarkerfi vefsins
Atvinnumál kvenna

Ný brautargengisnámskeið að hefjast - Fréttir

25.8.2010

Ný brautargengisnámskeið að hefjast

Brautargengi er námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd og hefja eigin rekstur en einnig fyrir þær konur sem eru í atvinnurekstri en vilja auka rekstrarþekkingu sína. Í september eru ný námskeið að hefjast bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík.

Brautargengi í Reykjavík

Næsta námskeið í Reykjavík hefst mánudaginn 13.september og kennt verður á mánudögum frá kl. 12.30-17.00. Námskeiðið stendur í 13 vikur og er áætlað að útskrifa þátttakendur föstudaginn 17.desember. Umsóknarfrestur er til og með 5.september og er námskeiðsgjald 50.000 krónur.
Upplýsingar um námskeið í Reykjavík veitir Tinna Jóhannsdótir í síma 522-9267 eða í netfangið tinna@nmi.is

Brautargengi á landsbyggðinni

Brautargengi verður haldið á Akureyri, Húsavík og Búðardal/Reykhólum haustmisserið 2010. Kennsla hefst dagana 7. 8 og 9. september. Á Akureyri verður kennt á þriðjudögum, á Húsavík á miðvikudögum og á Búðardal/Reykhólum á fimmtudögum.
Kennt er frá 12.30-17.00 á öllum stöðum. (Birt með fyrirvara um breytingar*)

Umsóknarfrestur er til 1.september og er námskeiðsgjald 40.000 krónur.

Upplýsingar um Brautargengi á landsbyggðinni veitir Selma Dögg Sigurjónsdóttir í síma 522-9434 eða í netfanginu selma@nmi.is.

Konur eru hvattar til að hafa samband ef áhugi er á því að fá námskeið á ákveðna staði.

Umsóknareyðublöð má finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands - sjá www.nmi.is


Póstlisti

Hér er hægt að skrá sig á póstlista og fá sendar fréttir af verkefninu. Fylgstu með !!


Speki dagsins

Ef til vill færðu aldrei að vita til hvers aðgerðir þínar hafa leitt. En ef þú gerir ekkert, verður ekki um neinn árangur að ræða. 

Mahatma Gandhi

Atvinnumál kvenna á facebook
Atvinnumál kvenna á twitter

Stækka og minnka texta

Auðlestrarhamur Stækka letur Minnka letur

English information

Information in english

Danish information

Information pa dansk