Beint á leiðarkerfi vefsins
Atvinnumál kvenna

Ný brautargengisnámskeið að hefjast - Fréttir

25.8.2010

Ný brautargengisnámskeið að hefjast

Brautargengi er námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd og hefja eigin rekstur en einnig fyrir þær konur sem eru í atvinnurekstri en vilja auka rekstrarþekkingu sína. Í september eru ný námskeið að hefjast bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík.

Brautargengi í Reykjavík

Næsta námskeið í Reykjavík hefst mánudaginn 13.september og kennt verður á mánudögum frá kl. 12.30-17.00. Námskeiðið stendur í 13 vikur og er áætlað að útskrifa þátttakendur föstudaginn 17.desember. Umsóknarfrestur er til og með 5.september og er námskeiðsgjald 50.000 krónur.
Upplýsingar um námskeið í Reykjavík veitir Tinna Jóhannsdótir í síma 522-9267 eða í netfangið tinna@nmi.is

Brautargengi á landsbyggðinni

Brautargengi verður haldið á Akureyri, Húsavík og Búðardal/Reykhólum haustmisserið 2010. Kennsla hefst dagana 7. 8 og 9. september. Á Akureyri verður kennt á þriðjudögum, á Húsavík á miðvikudögum og á Búðardal/Reykhólum á fimmtudögum.
Kennt er frá 12.30-17.00 á öllum stöðum. (Birt með fyrirvara um breytingar*)

Umsóknarfrestur er til 1.september og er námskeiðsgjald 40.000 krónur.

Upplýsingar um Brautargengi á landsbyggðinni veitir Selma Dögg Sigurjónsdóttir í síma 522-9434 eða í netfanginu selma@nmi.is.

Konur eru hvattar til að hafa samband ef áhugi er á því að fá námskeið á ákveðna staði.

Umsóknareyðublöð má finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands - sjá www.nmi.is


Póstlisti

Hér er hægt að skrá sig á póstlista og fá sendar fréttir af verkefninu. Fylgstu með !!


Speki dagsins

Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.
Snorri Hjartarson

Atvinnumál kvenna á facebook
Atvinnumál kvenna á twitter
Atvinnumál kvenna á linkedin

Stækka og minnka texta

Auðlestrarhamur Stækka letur Minnka letur

English information

Information in english

Danish information

Information pa dansk