Beint á leiđarkerfi vefsins
Atvinnumál kvenna

Hannar umbúđir viđ allra hćfi - Viđtöl

1.9.2011

Hannar umbúđir viđ allra hćfi

María Manda fékk styrk síðast liðið vor til að þróa umbúðaþjónustu fyrir litla hönnuði og fyrirtæki. Umbúðir eru mikilvægur þáttur í Maria Mandamarkaðssetningu vöru því jafn mikilvægt er að pakka vörum í fallegar umbúðir sem framleiddar eru í fáum eintökum eins og miklu magni. Erfitt hefur verið fyrir hönnuði, handverksfólk og aðra smáframleiðendur að fá sérsniðnar umbúðir utan um vörur sínar í magni sem hentar,  en verkefnið snýst einmitt um það að þjónusta þessa aðila með umbúðir eftir þeirra óskum í fáum eintökum án stóru kostnaðarliðana sem fylgir framleiðslu sérsniðina umbúða hjá stóru framleiðendunum.

Hver er konan?

Ég er lærður fatahönnuður og starfaði við fagið bæði sjálfstætt og hjá öðrum í mörg ár. Árið 1998 réð ég mig til Formhönnunardeildar Kassagerðar Reykjavíkur þar sem ég lærði formhönnun umbúða enda ekki kennt í skólum hér á landi og starfaði í Kassagerðinni í fimm ár. Ég ákvað þá að bæta við mig þekkingu í grafík og útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík 2003. Nokkrum mánuðum síðar bauðst mér starf hjá Prentmet við uppbyggingu Formhönnunardeildar sem þá var rétt byrjuð og starfaði ég þar sem verkefnastjóri, formhönnuður og grafískur miðlari fram á mitt ár 2010. Vorið 2009 útskrifaðist ég frá Endurmenntun Háskóla Íslands í Markaðssamskiptum og síðasta haust lauk ég námi í Mætti kvenna  frá Háskólanum á Bifröst.

Hvernig kom hugmyndin að verkefninu?

Hugmyndin af þessu verkefni hefur blundað í mér lengi. Í gegnum árin hef ég séð hversu erfitt og kostnaðarsamt er fyrir litla framleiðendur að fá umbúðir utan um vörur sínar sem uppfylltu óskir þeirra um stærð og lögun en í litlu magni.  Ástæðurnar eru aðallega tvær, í fyrsta lagi er mjög hár startkostnaður við gerð nýrra umbúða og hinn er magnið sem þarf til að ná einingarverði niður. Í flestum tilfellum eru þetta einfaldlega of stórir útgjaldaliðir fyrir smáa framleiðendur, varan ber ekki þennan kostnað og magnið endist þeim í mörg ár. Mig hefur lengi langað að láta reyna á hvort að grundvöllur sé fyrir þjónustufyrirtæki af þessu tagi en um það snýst Umbúðasmiðjan sem ég hef nýlega stofnað.

Hvað hvetur þig mest áfram í þinni vinnu?

Ég hef brennandi áhuga á umbúðum.  Umbúðahönnun er krefjandi og margþætt hönnun sem gerir miklar kröfur um þekkingu á mörgum sviðum og þar næ ég að tvinna saman reynslu mína og menntun sem er mjög skemmtilegt. Umbúðir eru gríðarlega sterkt markaðstæki svo það er ekki nóg að hugsa bara um formið og grafíkina heldur þarf að taka tillit til ótal þátta eins og staðsetningu vörunnar, samkeppni,  framstillingu, flutning og ýmsa framleiðsluþætti. Svo er alltaf hvetjandi að heyra að varan seljist betur vegna umbúðanna, því þá hefur vel tekist til og markmiðinu náð.  

 

Hvað er erfiðast að takast á við sem frumkvöðull?

Það sem kemur kannski efst upp í hugan eru fjármálin. Fjármögnun og óregluleg innkoma í byrjun getur verið stressandi og óvæntir útgjaldaliðir birtast þó svo að undirbúningur hafi verið góður. Mikill fórnunarkostnaður fellur til við byrjunarstarfið en þar koma styrkir eins og frá Atvinnumál kvenna sér gríðarlega vel. Þessir styrkir eru eins og næring á græðlinga sem berjast fyrir tilvist sinni en hafa alla burði til að verða vænlegir skógar með réttri aðhlynningu og það er frábært að hafa möguleika á að leita í slíka sjóði. Og síðan,  þrátt fyrir reynslu í greininni fannst mér bæði erfitt og tímafrekt  að móta raunhæft viðskiptamódel.  Ákveða , hvað, hvernig, hverjum og á hvað mikið eða  í rauninni fylla upp í markaðsráðana ( P-in 4 ) en viðskiptaáætlunin er bráðnauðsynlegt hjálpartæki við þessa vinnu.

Hver eru næstu skref hjá þér?

Í dag eru það kynningarmálin og að koma Umbúðasmiðjunni  fyrir í Skipholti 29. Framundan er mikil vinna í að láta viðskiptaáætlunina mína verða að veruleika sem felst í áframhaldandi mótun á viðskiptahugmyndinni og  þróun á þjónustinni dag frá degi, sem er mjög spennandi.

Annað sem þú vilt taka fram að lokum?

Ég vil þakka Atvinnumál kvenna fyrir að veita hugmynd minni athygli og veittan stuðning.

Hér að neðan má sjá sýnishorn af vinnu Maríu.

Allar

Asmundur

BLOM

Fugl


Póstlisti

Hér er hægt að skrá sig á póstlista og fá sendar fréttir af verkefninu. Fylgstu með !!


Speki dagsins

Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.
Snorri Hjartarson

Atvinnumál kvenna á facebook
Atvinnumál kvenna á twitter
Atvinnumál kvenna á linkedin

Stćkka og minnka texta

Auđlestrarhamur Stćkka letur Minnka letur

English information

Information in english

Danish information

Information pa dansk